Marc Cucurella lagði upp sigurmark Spánar gegn Englandi í úrslitaleik EM karla í fótbolta í gærkvöldi og þakkaði fyrrverandi landsliðsmanni Englands fyrir stuðninginn.
Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, sem er sérfræðingur á Sky Sport hafði enga trú á spænska bakverðinum.
„Cucurella er ein af ástæðunum fyrir því að ég held að Spánn geti örugglega ekki farið alla leið,“ er haft eftir honum og Cucurella birti mynd af því á Instagram og svaraði honum.
„Við fórum alla leið Gary. Takk fyrir stuðninginn,“ skrifaði Cucurella.