Sex Spánverjar í liði mótsins

Sex Evrópumeistarar voru í liði mótsins.
Sex Evrópumeistarar voru í liði mótsins. AFP/Tobias Schwarz

Lið mótsins hjá á Evrópumóti karla í knattspyrnu er stútfullt af Spánverjum sem unnu mótið en það er lítið pláss fyrir Englendinga sem mættu þeim í úrslitaleiknum.

Sex Spánverjar voru valdir í lið mótsins en aðeins ein Englendingur, varnarmaðurinn Kyle Walker. 

Í marki er franski markmaðurinn Mike Maignan en Frakkland fékk ekki mark á sig úr opnum leik fyrr en þeir duttu út gegn Spáni í undanúrslitum.

Í vörn er aðeins einn Englendingur en varnalínan spilar öll í ensku úrvalsdeildinni. Marc Cucurella leikmaður Chelsea, William Saliba leikmaður Arsenal, Manuel Akanji og Kyle Walker leikmenn Manchester City.

Miðjan er spænsk í gegn en þar eru Fabián Ruiz, Dani Olmo og Rodri sem var besti leikmaður mótsins.

Sóknalínan er samsett af leikmönnum 21 árs eða yngri en þar eru Nico Williams, Jamal Musiala og Lamine Yamal sem var valinn besti ungi leikmaðurinn á mótinnu.

Fabio Capello, Ioan Lupescu, Michael O'Neill, David Moyes, Aljoša Asanović, Rafael Benítez, Avram Grant, Packie Bonner, Frank de Boer, Ole Gunnar Solskjær, Aitor Karanka og Jean-Francois Domergue sáu um valið.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin