Ungstirnið skoraði mark mótsins

Lamine Yamal.
Lamine Yamal. AFP/Jewel Samad

Lamine Yamal átti frábært Evrópumót með spænska landsliðinu en hann varð Evrópumeistari, var valinn besti ungi leikmaður mótsins og skoraði mark mótsins.

Markið kom gegn Frakklandi í undanúrslitum en leikurinn endaði 2:1 fyrir Evrópumeisturunum.

Í öðru sæti var svo hjólhestaspyrna Jude Bellingham í uppbótartíma sem jafnaði metin fyrir England gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum. Leikurinn endaði 2:1 fyrir Englandi.

Í þriðja sæti var mark Xherdan Shaqiri í leik Sviss gegn Skotlandi en hann hætti að spila með landsliðinu eftir mótið. 

Yamal skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í sjö leikjum á mótinu.

 Listann í heild sinni má sjá hér.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin