Leikmenn Rússlands - kynning

Konstantin Igropulo er lang markahæstur Rússa á EM með 31 …
Konstantin Igropulo er lang markahæstur Rússa á EM með 31 mark. Hann er sá eini sem leikur utan Rússlands, með Barcelona. mbl.is/Kristinn

Rússar eru andstæðingar Íslendinga í dag en leikur liðanna í milliriðli Evrópukeppninnar í handknattleik hefst í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 15.00. Mbl.is kynnir nú lið Rússlands.

Rússar eru að grunni til ein öflugasta handknattleiksþjóð sögunnar með glæsilega fortíð, bæði sem landslið Rússlands og áður geysisterkt landslið Sovétríkjanna. Þeir hafa sigrað á öllum stórmótunum, orðið heims- Evrópu og Ólympíumeistarar, en nú eru þó liðin sex ár síðan þeir komust síðast á  verðlaunapall. Það var á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 þegar þeir fengu bronsverðlaunin. Þeir hafa verið á bilinu fimmta til áttunda sæti á flestum mótum eftir það.

Rússneska liðið nýtur sérstöðu að því leyti að 12 af 16 leikmönnum þess koma frá sama félagsliðinu, Chehovski Medvedi í Rússlandi. Þar leika þeir undir stjórn Vladimirs Maximovs, sem hefur verið landsliðsþjálfari Rússa og áður Sovétmanna um langt árabil en er nú aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Aðalmaður Rússa í leikjunum til þessa á EM hefur verið Konstantin Igropulo, örvhent skytta sem leikur með Barcelona á Spáni. Hann er sá eini í 16 manna hópnum sem spilar utan Rússlands. Igropulo hefur skorað 31 mark í fjórum leikjum Rússa til þessa.

Helsta stjarna Rússa á undanförnum árum, Eduard Koksharov, er ekki með að þessu sinni en hann hefur oft reynst Íslendingum erfiður andstæðingur.

Rússar eru úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum eftir tapið  gegn Dönum í gærkvöld. Þeir leika því aðeins uppá stoltið í tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Íslandi í dag og Austurríki á fimmtudag, og geta úr þessu ekki komist ofar en í 7. sæti mótsins.

Leikir Rússa á EM til þessa:
Rússland - Úkraína 37:33
Rússland - Noregur 24:28
Rússland - Króatía 28:30
Rússland - Danmörk 28:34

Rússneska liðið er þannig skipað:

1 Oleg Grams, markvörður
2,01 m, 102 kg.
25 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
74 landsleikir, þar af 4 leikir á EM.

16 Alexei Kostigov, markvörður
1,91 m, 110 kg.
36 ára, leikmaður Neva St.Pétursborg í Rússlandi.
135 landsleikir og eitt mark, þar af 4 leikir á EM.

2 Vasili Filippov, leikstjórnandi
1,83 m, 89 kg.
29 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
105 landsleikir og 236 mörk. Þar af 4 leikir og 9 mörk á EM.

3 Oleg Zotov, línumaður
2,00 m, 106 kg.
25 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
Nýliði, 3 leikir á EM, hans fyrstu landsleikir.

7 Dmitri Kovalev, örvhentur hornamaður
1,80 m, 81 kg.
27 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
94 landsleikir og 213 mörk, þar af 4 leikir og 15 mörk á EM.

10 Alexander Chernoivanov, línumaður
2,03 m, 108 kg.
30 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
84 landsleikir og 185 mörk, þar af 4 leikir og 1 mark á EM.

15 Alexei Rastvortsev, rétthent skytta
2,00 m, 120 kg.
31 árs, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
218 landsleikir og 830 mörk, þar af 4 leikir og 18 mörk á EM.

17 Alexei Kamanin, örvhent skytta
1,97 m, 110 kg.
31 árs, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
184 landsleikir og 377 mörk, þar af 4 leikir og 1 mark á EM.

19 Samvel Aslanjan, örvhent skytta
1,86 m, 91 kg.
23 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
45 landsleikir og 56 mörk, þar af 4 leikir á EM.

20 Mikhail Chipurin, línumaður
1,90 m, 110 kg.
29 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
127 landsleikir og 335 mörk, þar af 4 leikir og 12 mörk á EM.

31 Timur Dibirov, rétthentur hornamaður
1,80 m, 70 kg.
26 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
89 landsleikir og 290 mörk, þar af 4 leikir og 7 mörk á EM.

33 Sergei Predibajlov, örvhentur hornamaður
1,84 m, 88 kg.
27 ára, leikmaður Zarja Astrakhan í Rússlandi.
29 landsleikir og 68 mörk, þar af 2 leikir á EM.

35 Konstantin Igropulo, örvhent skytta
1,90 m, 98 kg.
24 ára, leikmaður Barcelona á Spáni.
81 landsleikur og 383 mörk, þar af 4 leikir og 31 mark á EM.

47 Andrei Starikh, örvhent skytta
1,98 m, 100 kg.
25 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
36 landsleikir og 46 mörk, þar af 4 leikir og 12 mörk á EM.

77 Vitali Ivanov, leikstjórnandi
1,94 m, 92 kg.
33 ára, leikmaður Medvedi í Rússlandi.
217 landsleikir og 502 mörk, þar af 4 leikir og 5 mörk á EM.

79 Alexei Kainarov, rétthentur hornamaður
1,85 m, 86 kg.
30 ára, leikmðaur Zarja Astrakhan í Rússlandi.
57 landsleikir og 71 mark, þar af 4 leikir og 6 mörk á EM.

Alexei Kainarov skorar gegn Dönum.
Alexei Kainarov skorar gegn Dönum. mbl.is/Kristinn
Vasili Filippov er leikstjórnandi Rússa.
Vasili Filippov er leikstjórnandi Rússa. mbl.is/Kristinn
Vitali Ivanov er einn sá reyndasti í liði Rússa með …
Vitali Ivanov er einn sá reyndasti í liði Rússa með 217 landsleiki. mbl.is/Kristinn
Mikhail Chipurin hefur skorað 12 mörk af línunni á EM.
Mikhail Chipurin hefur skorað 12 mörk af línunni á EM. mbl.is/Krisstinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert