Leikmenn Rússlands - kynning

Konstantin Igropulo er lang markahæstur Rússa á EM með 31 …
Konstantin Igropulo er lang markahæstur Rússa á EM með 31 mark. Hann er sá eini sem leikur utan Rússlands, með Barcelona. mbl.is/Kristinn

Rúss­ar eru and­stæðing­ar Íslend­inga í dag en leik­ur liðanna í mill­iriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í hand­knatt­leik hefst í Wiener Stadthalle í Vín­ar­borg klukk­an 15.00. Mbl.is kynn­ir nú lið Rúss­lands.

Rúss­ar eru að grunni til ein öfl­ug­asta hand­knatt­leiksþjóð sög­unn­ar með glæsi­lega fortíð, bæði sem landslið Rúss­lands og áður geys­isterkt landslið Sov­ét­ríkj­anna. Þeir hafa sigrað á öll­um stór­mót­un­um, orðið heims- Evr­ópu og Ólymp­íu­meist­ar­ar, en nú eru þó liðin sex ár síðan þeir komust síðast á  verðlaunap­all. Það var á Ólymp­íu­leik­un­um í Aþenu árið 2004 þegar þeir fengu bronsverðlaun­in. Þeir hafa verið á bil­inu fimmta til átt­unda sæti á flest­um mót­um eft­ir það.

Rúss­neska liðið nýt­ur sér­stöðu að því leyti að 12 af 16 leik­mönn­um þess koma frá sama fé­lagsliðinu, Chehovski Med­vedi í Rússlandi. Þar leika þeir und­ir stjórn Vla­dimirs Max­imovs, sem hef­ur verið landsliðsþjálf­ari Rússa og áður Sov­ét­manna um langt ára­bil en er nú aðstoðarþjálf­ari landsliðsins.

Aðalmaður Rússa í leikj­un­um til þessa á EM hef­ur verið Konst­ant­in Igrop­ulo, örv­hent skytta sem leik­ur með Barcelona á Spáni. Hann er sá eini í 16 manna hópn­um sem spil­ar utan Rúss­lands. Igrop­ulo hef­ur skorað 31 mark í fjór­um leikj­um Rússa til þessa.

Helsta stjarna Rússa á und­an­förn­um árum, Edu­ard Koks­harov, er ekki með að þessu sinni en hann hef­ur oft reynst Íslend­ing­um erfiður and­stæðing­ur.

Rúss­ar eru úr leik í bar­átt­unni um sæti í undanúr­slit­um eft­ir tapið  gegn Dön­um í gær­kvöld. Þeir leika því aðeins uppá stoltið í tveim­ur síðustu leikj­um sín­um, gegn Íslandi í dag og Aust­ur­ríki á fimmtu­dag, og geta úr þessu ekki kom­ist ofar en í 7. sæti móts­ins.

Leik­ir Rússa á EM til þessa:
Rúss­land - Úkraína 37:33
Rúss­land - Nor­eg­ur 24:28
Rúss­land - Króatía 28:30
Rúss­land - Dan­mörk 28:34

Rúss­neska liðið er þannig skipað:

1 Oleg Grams, markvörður
2,01 m, 102 kg.
25 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
74 lands­leik­ir, þar af 4 leik­ir á EM.

16 Al­ex­ei Kost­igov, markvörður
1,91 m, 110 kg.
36 ára, leikmaður Neva St.Pét­urs­borg í Rússlandi.
135 lands­leik­ir og eitt mark, þar af 4 leik­ir á EM.

2 Vasili Fil­ippov, leik­stjórn­andi
1,83 m, 89 kg.
29 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
105 lands­leik­ir og 236 mörk. Þar af 4 leik­ir og 9 mörk á EM.

3 Oleg Zotov, línumaður
2,00 m, 106 kg.
25 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
Nýliði, 3 leik­ir á EM, hans fyrstu lands­leik­ir.

7 Dmitri Kovalev, örv­hent­ur hornamaður
1,80 m, 81 kg.
27 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
94 lands­leik­ir og 213 mörk, þar af 4 leik­ir og 15 mörk á EM.

10 Al­ex­and­er Chernoi­vanov, línumaður
2,03 m, 108 kg.
30 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
84 lands­leik­ir og 185 mörk, þar af 4 leik­ir og 1 mark á EM.

15 Al­ex­ei Rast­vortsev, rétt­hent skytta
2,00 m, 120 kg.
31 árs, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
218 lands­leik­ir og 830 mörk, þar af 4 leik­ir og 18 mörk á EM.

17 Al­ex­ei Kaman­in, örv­hent skytta
1,97 m, 110 kg.
31 árs, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
184 lands­leik­ir og 377 mörk, þar af 4 leik­ir og 1 mark á EM.

19 Sam­vel Asl­anj­an, örv­hent skytta
1,86 m, 91 kg.
23 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
45 lands­leik­ir og 56 mörk, þar af 4 leik­ir á EM.

20 Mik­hail Chip­ur­in, línumaður
1,90 m, 110 kg.
29 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
127 lands­leik­ir og 335 mörk, þar af 4 leik­ir og 12 mörk á EM.

31 Tim­ur Di­birov, rétt­hent­ur hornamaður
1,80 m, 70 kg.
26 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
89 lands­leik­ir og 290 mörk, þar af 4 leik­ir og 7 mörk á EM.

33 Ser­gei Predi­bajlov, örv­hent­ur hornamaður
1,84 m, 88 kg.
27 ára, leikmaður Zar­ja Astrak­h­an í Rússlandi.
29 lands­leik­ir og 68 mörk, þar af 2 leik­ir á EM.

35 Konst­ant­in Igrop­ulo, örv­hent skytta
1,90 m, 98 kg.
24 ára, leikmaður Barcelona á Spáni.
81 lands­leik­ur og 383 mörk, þar af 4 leik­ir og 31 mark á EM.

47 Andrei Starikh, örv­hent skytta
1,98 m, 100 kg.
25 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
36 lands­leik­ir og 46 mörk, þar af 4 leik­ir og 12 mörk á EM.

77 Vitali Ivanov, leik­stjórn­andi
1,94 m, 92 kg.
33 ára, leikmaður Med­vedi í Rússlandi.
217 lands­leik­ir og 502 mörk, þar af 4 leik­ir og 5 mörk á EM.

79 Al­ex­ei Kain­arov, rétt­hent­ur hornamaður
1,85 m, 86 kg.
30 ára, leikmðaur Zar­ja Astrak­h­an í Rússlandi.
57 lands­leik­ir og 71 mark, þar af 4 leik­ir og 6 mörk á EM.

Alexei Kainarov skorar gegn Dönum.
Al­ex­ei Kain­arov skor­ar gegn Dön­um. mbl.is/​Krist­inn
Vasili Filippov er leikstjórnandi Rússa.
Vasili Fil­ippov er leik­stjórn­andi Rússa. mbl.is/​Krist­inn
Vitali Ivanov er einn sá reyndasti í liði Rússa með …
Vitali Ivanov er einn sá reynd­asti í liði Rússa með 217 lands­leiki. mbl.is/​Krist­inn
Mikhail Chipurin hefur skorað 12 mörk af línunni á EM.
Mik­hail Chip­ur­in hef­ur skorað 12 mörk af lín­unni á EM. mbl.is/​Kris­st­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Ítalía 6 4 2 486:432 54 8
2 Ísland 6 3 3 458:468 -10 6
3 Tyrkland 6 3 3 467:467 0 6
4 Ungverjaland 6 2 4 427:471 -44 4
23.02 Ísland 83:71 Tyrkland
23.02 Ítalía 67:71 Ungverjaland
20.02 Tyrkland 67:80 Ítalía
20.02 Ungverjaland 87:78 Ísland
25.11 Ítalía 74:81 Ísland
25.11 Ungverjaland 76:81 Tyrkland
22.11 Ísland 71:95 Ítalía
22.11 Tyrkland 92:66 Ungverjaland
25.02 Ungverjaland 62:83 Ítalía
25.02 Tyrkland 76:75 Ísland
22.02 Ísland 70:65 Ungverjaland
22.02 Ítalía 87:80 Tyrkland
urslit.net
Fleira áhugavert