EM: Leikmenn Noregs - kynning

Frank Löke er reyndur og sterkur línumaður sem spilar með …
Frank Löke er reyndur og sterkur línumaður sem spilar með Croatia Zagreb. mbl.is/Kristinn

Norðmenn eru síðustu andstæðingar Íslendinga í milliriðli Evrópukeppninnar í handknattleik en leikur þjóðanna hefst í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 15.00. Íslandi nægir jafntefli til að komast i undanúrslit en Norðmenn verða að vinna fjögurra marka sigur til að eiga möguleika. Mbl.is kynnir nú lið Noregs.

Norðmenn hafa sótt sig mjög á síðustu árum og þeim hefur tekist að skipa sér í fremstu röð handknattleiksþjóða á ný eftir nokkuð langt hlé. Þeir voru í riðli með Íslendingum í undankeppninni og liðin gerðu jafntefli í báðum viðureignum sínum, fyrst í Noregi og síðan í Laugardalshöllinni. Ísland vann riðilinn og Noregur hafnaði í öðru sæti.

Flestir norsku landsliðsmannanna leika í Danmörku, sjö talsins. Þrír þeirra eru samherjar Arnórs Atlasonar hjá FCK, þeir Erlend Mamelund, Steinar Ege markvörður og Einar Sand Koren, og þá lék Thomas Skoglund undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar hjá GOG.

Þrír leika í Þýskalandi og Bjarte Myrhol spilar með Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni hjá Rhein-Neckar Löwen. Börge Lund er samherji Arons Pálmarssonar og lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og Kjetil Strand, sem skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM í Sviss 2006, leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá Füsche Berlín.

Það vekur athygli að engin örvhent skytta er í norska liðinu og því hafa rétthentir leikmenn spilað í þeirri stöðu á EM, aðallega Strand og Mamelund.

Hornamaðurinn Håvard Tvedten er markahæsti leikmaður liðsins með 32 mörk og skyttan öfluga Kristian Kjelling er með 24 mörk. Reyndasti leikmaður liðsins er markvörðurinn snjalli Steinar Ege.

Úrslit í leikjum Norðmanna á EM:
Noregur - Króatía 23:25
Noregur - Rússland 28:24
Noregur - Úkraína 31:29
Noregur - Austurríki 30:27
Noregur - Danmörk 23:24

Leikmenn norska liðsins:

1 Steinar Ege, markvörður
1,94 m, 94 kg.
37 ára, leikmaður FCK í Danmörku.
235 landsleikir og 1 mark, þar af 5 leikir á EM.

12 Ole Erevik, markvörður
1,96 m, 93 kg.
29 ára, leikmaður Kolding í Danmörku.
100 landsleikir, þar af 5 leikir á EM.

24 Magnus Dahl, markvörður
1,97 m, 85 kg.
21 árs, leikmaður Fyllingen í Noregi.
13 landsleikir, þar af 5 leikir á EM.

5 Frank Löke, línumaður
1,93 m, 98 kg.
29 ára, leikmaður Croatia Zagreb í Króatíu.
171 landsleikur og 625 mörk, þar af 5 leikir og 15 mörk á EM.

6 Kjetil Strand, leikstjórnandi
1,90 m, 85 kg.
30 ára, leikmaður Füsche Berlín í Þýskalandi.
93 landsleikir og 449 mörk, þar af 5 leikir og 15 mörk á EM.

7 Lars Erik Björnsen, örvhentur hornamaður
1,83 m, 84 kg.
27 ára, leikmaður Tvis Holstebro í Danmörku.
64 landsleikir og 119 mörk, þar af 5 leikir og 15 mörk á EM.

8 Bjarte Myrhol, línumaður
1,90 m, 96 kg.
27 ára, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.
96 landsleikir og 212 mörk, þar af 5 leikir og 13 mörk á EM.

9 Börge Lund, leikstjórnandi
1,96 m, 95 kg.
30 ára, leikmaður Kiel í Þýskalandi.
159 landsleikir og 301 mark, þar af 5 leikir og 5 mörk á EM.

10 Håvard Tvedten, rétthentur hornamaður
1,82 m, 83 kg.
31 árs, leikmaður Valladolid á Spáni.
161 landsleikur og 587 mörk, þar af 5 leikir og 32 mörk á EM.

11 Erlend Mamelund, rétthent skytta
1,97 m, 100 kg.
25 ára, leikmaður FCK í Danmörku.
61 landsleikur og 195 mörk, þar af 5 leikir og 16 mörk á EM.

13 Christoffer Rambo, rétthent skytta
2,01 m, 85 kg.
20 ára, leikmaður Runar í Noregi.
16 landsleikir og 12 mörk, þar af 5 leikir á EM.

15 Kristian Kjelling, rétthent skytta
1,97 m, 90 kg.
29 ára, leikmaður AaB í Danmörku
127 landsleikir og 492 mörk, þar af 5 leikir og 24 mörk á EM.

18 Vegard Samdahl, leikstjórnandi
1,94 m, 90 kg.
31 árs, leikmaður Wisla Plock í Póllandi.
41 landsleikur og 73 mörk, þar af 5 leikir á EM.

19 Thomas Skoglund, rétthentur hornamaður
1,82 m, 85 kg.
26 ára, leikmaður GOG í Danmörku.
77 landsleikir og 161 mark, þar af 5 leikir á EM.

20 Einar Sand Koren, línumaður
1,90 m, 90 kg.
25 ára, leikmaður FCK í Danmörku.
25 landsleikir og 44 mörk, þar af 2 leikir á EM.

22 Christian Spanne, örvhentur hornamaður
1,80 m, 75 kg.
23 ára, leikmaður Drammen í Noregi.
27 landsleikir og 38 mörk, þar af 5 leikir á EM.

Stórskyttan Kristian Kjelling hefur skorað 24 mörk á EM.
Stórskyttan Kristian Kjelling hefur skorað 24 mörk á EM. mbl.is/Kristinn
Börge Lund er samherji Arons Pálmarssonar hjá Kiel.
Börge Lund er samherji Arons Pálmarssonar hjá Kiel. mbl.is/Kristinn
Erlend Mamelund skoraði 13 mörk í síðasta leik Íslands og …
Erlend Mamelund skoraði 13 mörk í síðasta leik Íslands og Noregs. Reuters
Lars Erik Björnsen fagnar marki gegn Úkraínu á EM.
Lars Erik Björnsen fagnar marki gegn Úkraínu á EM. Reuters
Bjarte Myrhol spilar með þremur íslenskum landsliðsmönnum hjá Rhein-Neckar Löwen.
Bjarte Myrhol spilar með þremur íslenskum landsliðsmönnum hjá Rhein-Neckar Löwen. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka