Ekki bara keppt um gullið

Gro Hammerseng fyrirliði Noregs.
Gro Hammerseng fyrirliði Noregs. Reuters

Í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik verður ekki bara keppt um gullið og stoltið sem því fylgir að vera Evrópumeistari. Liðið sem sigrar fær einnig sjálfkrafa þáttökurétt á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Bæði Noregur og Svíþjóð hafa, með því að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum, einnig tryggt sér sæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári.

Þá fær liðið sem vinnur til bronz verðlauna einnig sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu en tapliðið mætir Póllandi í umspilsleikjum.

Það er búið að spila 45 leiki á Evrópumótinu og aðeins tveir leikir eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert