HSÍ mun skoða út fyrir landsteinana

Leit er nú að hefjast að arftaka Arons Kristjánssonar.
Leit er nú að hefjast að arftaka Arons Kristjánssonar. Ljósmynd / Foto Olimpik

Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, sagði á fréttamannafundi í dag að reynt yrði að ganga frá ráðningu nýs þjálfara karlalandsliðsins eins fljótt og hægt væri.

Aron Kristjánsson ákvað að hætta sem þjálfari landsliðsins eftir fjögurra ára starf og tilkynnti stjórn HSÍ það á fundi í gærkvöldi.

Guðmundur sagði leit ekki hafna en að ljóst væri að HSÍ myndi skoða vel hvaða kostir væru í boði og meðal annars kanna það hvort möguleiki væri á að finna betri þjálfara erlendis en standa til boða á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert