„Þegar leikurinn er skoðaður í heild sinni þá er frammistaðan góð. Leikskipulagið var gott og við framkvæmdum okkar aðgerðir vel lungann úr leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Króatíu í gærkvöld.
„Það má ekki gleyma því að íslenska liðið var að spila við gríðarlega sterkt lið sem gæti hæglega farið alla leið í mótinu. Það voru margir leikmenn að spila vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þessum leik,“ sagði Einar Andri enn fremur.
„Þetta var svolítið stöngin út að þessu sinni. Íslenska liðið klikkaði í mörgum dauðafærum og það var eitt af því fáa sem betur hefði mátt fara. Nú er bara leikur við Serba fram undan og hagstæð úrslit þar, sem er góður möguleiki á, kæmu okkur áfram í milliriðil,“ sagði Einar Andri um framhaldið.
Sjá allt um EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag