Einstaklega faglegir

Aron Pálmarsson kátur á æfingu með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson kátur á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son landsliðsþjálf­ari og Aron Pálm­ars­son fyr­irliði eru sam­mála um að menn í ís­lenska hópn­um fyr­ir EM í hand­knatt­leik séu full­ir eld­móðs. EM hefst í Ung­verjalandi og Slóvakíu á fimmtu­dag­inn. Íslenski hóp­ur­inn held­ur í dag til Búdapest en þar mun ís­lenska liðið hefja leik á föstu­dag­inn gegn Portúgal í B-riðli keppn­inn­ar.

„Leik­menn­irn­ir eru mjög ein­beitt­ir og hafa gert þetta ein­stak­lega fag­lega. Auðvitað hef­ur reynt á menn að vera í hálf­gerðri ein­angr­un en ég verð að hrósa leik­mönn­um fyr­ir hversu fag­lega þeir hafa nálg­ast þetta.

Ég finn fyr­ir því að það er eld­móður í hópn­um og ofboðslega góður andi. Ég held að leik­menn hafi líka kynnst bet­ur í þess­um aðstæðum. Menn eru full­ir til­hlökk­un­ar. Eins og leik­menn hlakka ég til að glíma við þetta,“ sagði Guðmund­ur meðal ann­ars á fund­in­um í gær en þar vís­ar hann til þess að landsliðshóp­ur­inn hef­ur verið sam­an á hót­eli í janú­ar og viðamikl­ar varúðarráðstafn­ir gerðar vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Von­andi reyn­ist rétt ákvörðun að hafa farið með liðið í vinnustaðasótt­kví inn á hót­el. Við höf­um alla vega ekki lent í því að fá smit eins og sum lið hafa lent í. Við höf­um æft mjög vel og stund­um tvisvar á dag,“ sagði Guðmund­ur einnig.

Hug­ar­leik­fimi

Aron Pálm­ars­son tók í svipaðan streng og Guðmund­ur. Hann sagðist einnig finna fyr­ir því í hópn­um að sjálfs­traustið hefði auk­ist.

„Ég held að við get­um staðið okk­ur vel á mót­inu. Sjálfs­traustið hef­ur verið að aukast í hópn­um. Mér finnst ég finna fyr­ir því að menn vilji sanna sig fyr­ir al­vöru með landsliðinu en landsliðsmenn­irn­ir hafa sannað sig með fé­lagsliðum sín­um í Evr­ópu,“ sagði Aron og spurður út í hvernig það væri fyr­ir íþrótta­menn að þurfa að hugsa lát­laust um sótt­varn­ir í und­ir­bún­ingi fyr­ir stór­mót sagði Aron það vissu­lega geta verið þreyt­andi en menn þyrftu bara að bíta á jaxl­inn og tak­ast á við það.

Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert