Karlalandsliðið í handknattleik var að lenda í Búdapest núna um klukkan tvö að íslenskum tíma og er þessa stundina á leið í skimun áður en það heldur á hótel sitt í ungversku höfuðborginni.
Allir leikmenn og starfslið fengu neikvæða niðurstöðu úr skimun í gær og góðar horfur á að þannig verði það einnig í dag.
Þrír dagar eru í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu en liðið mætir Portúgal í Búdapest á föstudagskvöldið.