Handknattleikssamband Portúgals staðfesti í dag hvaða átján leikmenn myndu hefja Evrópukeppni karla í handknattleik en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik B-riðilsins í Búdapest á föstudagskvöldið.
Liðsvalið staðfestir að tveir af allrabestu leikmönnum portúgalska liðsins eru ekki klárir í slaginn en þeir André Gomes, skyttan öfluga hjá Melsungen, og Luis Frade, línumaðurinn sterki frá Barcelona, eru ekki í hópnum. Fyrr í mánuðinum kom fram að þeir væru væntanlega úr leik vegna meiðsla.
Diogo Silva, leikmaður Porto, Alexis Borges og Belone Moreira, leikmenn Benfica, Pedro Portela frá Nantes og Joe Ferraz frá Suhr Aarau eru einnig allir fjarverandi í liði Portúgals.
Átta af átján leikmönnum liðsins koma frá portúgalska meistaraliðinu Porto.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Gustavo Capdeville, Benfica
Manuel Gaspar, Sporting
Útispilarar:
Diogo Branquinho, Porto
Leonel Fernandes, Porto
Salvador Salvador, Sporting
Alexandre Cavalcanti, Nantes
Fabio Magalhaes, Porto
Gilberto Duarte, Montpellier
Tiago Rocha, Nancy
Daymaro Salina, Porto
Victor Iturriza, Porto
Daniel Vieeira, Avanca
Angel Hernandez, Kuwait SC
António Areia, Porto
Miguel Alves, Porto
Miguel Martins, Pick Szeged
Martim Costa, Sporting
Rui Silva, Porto