Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru fulltrúar Íslands í dómgæslunni á Evrópumóti karla í handknattleik og þeir dæma sinn fyrsta leik í dag.
Þeir eru í Kosice í Slóvakíu þar sem F-riðill keppninnar er leikinn og dæma þar viðureign Rússlands og Litháen sem hefst klukkan 17.00.
Anton dæmir nú á sínu sjöunda stórmóti og Jónas á sínu fjórða en Anton dæmdi áður með Hlyni Leifssyni.