Ísland á flesta þjálfara á Evrópumóti karla í handknattleik sem hefst í Ungverjalandi nú síðdegis, þrjá talsins, og sá fyrsti verður í eldlínunni í kvöld.
Erlingur Richardsson þjálfar lið Hollendinga sem er með Íslandi í riðli og mætir gestgjöfunum, Ungverjum, í Búdapest klukkan 19.30 að íslenskum tíma en þar verða 20 þúsund áhorfendur, og nánast allir á bandi ungverska liðsins.
Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, þjálfarar liða Þýskalands og Íslands, stýra síðan sínum liðum í fyrsta sinn á mótinu á morgun, föstudag.