„Við skulum fara í þennan leik minnugir þess að við höfum afl og getu til að gera vel. Hversu langt það getur fleytt okkur veit enginn en við skulum alla vega fara eins langt og kostur er,“ sagði Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari eitt sinn í frægri ræðu.
Ætli landsliðsmennirnir í handknattleik fari ekki inn í lokakeppni EM á morgun með svipuð skilaboð í íþróttatöskunum? Mikið býr í íslenska liðinu. Þar eru margir hæfileikaríkir leikmenn sem gera það gott í Meistaradeildinni og í Þýskalandi. Liðið hefur undirbúið sig vel og sloppið við smit að mestu. Liðið æfði ekki bara vel í janúar heldur einnig í nóvember.
Líklega finnst mörgum tími vera kominn á skemmtilegt mót hjá íslenska landsliðinu. Margir leikmanna liðsins hafa átti velgengni að fagna sem landsliðsmenn í yngri landsliðum og hafa nú fengið að kynnast nokkrum stórmótum.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag