Rautt spjald sem hollenski handknattleiksmaðurinn Rutger Ten Velde fékk í óvæntum sigri Hollendinga á Ungverjum á EM í Búdapest í gærkvöld kemur ekki að sök fyrir hann.
Aganefnd EHF úrskurðaði í dag að spjaldið leiddi ekki til leikbanns og Ten Velde, sem er 24 ára gamall hornamaður og leikur með Ferndorf í þýsku B-deildinni, getur því spilað næsta leik Hollands sem er gegn Íslandi á sunnudagskvöldið.
Hinsvegar hafa Króatar orðið fyrir enn einu áfallinu því David Mandic sem fékk rautt spjald fyrir að brjóta illa á Kentin Mahe í leik Króata og Frakka í gærkvöld, var úrskurðaður í eins leiks bann og missir af lykilleik gegn Serbum.