Frakkar í góðum málum eftir stórsigur

Ludovic Fabregas í harðri baráttu við varnarmenn Úkraínu í dag.
Ludovic Fabregas í harðri baráttu við varnarmenn Úkraínu í dag. AFP

Frakkland er í góðum málum í C-riðli á EM karla í handbolta eftir 36:23-stórsigur á Úkraínu í dag. Frakkland vann Króatíu í fyrsta leik og er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Staðan í hálfleik var 17:11, Frakklandi í vil, og var sigurinn afar sannfærandi að lokum. Dylan Nahi skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og fjórir leikmenn skoruðu fjögur. Dmytro Horiha gerði sjö fyrir Úkraínu.

Þá náðu Svartfjallaland, Tékkland og Slóvakía öll í sinn fyrsta sigur. Svartfjallaland vann Norður-Makedóníu í A-riðli, 28:24, þar sem Bozo Anðelic og Milos Vijovic gerðu sex mörk hvor fyrir Svartfjallaland.

Leikmenn Tékklands fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Tékklands fagna sigrinum í kvöld. AFP

Tékkland átti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna Bosníu, 27:19. Staðan í hálfleik var 12:9 og Tékkland var töluvert betra liðið í seinni hálfleik. Matej Klima skoraði átta mörk fyrir Tékkland.

Þá unnu heimamenn í Slóvakíu 31:26-sigur á Litháen í Kosice. Tomas Urban skoraði sjö mörk fyrir Slóvakíu og Aidenas Malasinskas skoraði átta fyrir Litháen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert