Dramatískur sigur Ungverja í riðli Íslands

Dominik Máthé skoraði sigurmarkið.
Dominik Máthé skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/IHF

Ungverjaland vann dramatískan 31:30-sigur á Portúgal í D-riðli Íslands á Evrópumóti karla í handbolta í Búdapest í kvöld. Dominik Máthé skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum.

Portúgal byrjaði betur og komst í 5:2 snemma leiks en Ungverjar jöfnuðu í 5:5 og komust í kjölfarið í 8:6. Portúgal jafnaði í 13:13 og var með 15:14 forskot í hálfleik.

Liðin skiptust svo á að vera með forskotið í seinni hálfleik og var staðan 28:28 þegar skammt var eftir. Eftir mikla spennu á lokakaflanum voru það Ungverjar sem fögnuðu eins marks sigri.

Dominik Máthé skoraði fjögur mörk fyrir Ungverja og Mate Lekai skoraði sex. Antonio Areia, Miguel Martins og Rui Silva skoruðu fimm hver fyrir Portúgal sem er úr leik.

Holland, Ísland og Ungverjaland eru öll með tvö stig en Portúgal er án stiga. Holland og Ísland mætast í sömu höll klukkan 19:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert