Sektaður fyrir að hrækja á áhorfendur

Úr leik Spánar og Svíþjóðar sem fór einnig fram í …
Úr leik Spánar og Svíþjóðar sem fór einnig fram í gær AFP

Hægri hornamaðurinn Marko Lasica hefur fengið sekt frá evrópska handknattleikssambandinu fyrir að hrækja á stuðningsmenn Norður-Makedóníu eftir leik við Svartfjallaland á EM í gær.

Svartfjallaland vann leikinn og skoraði hinn 33 ára gamli Lasica tvö mörk. Stuðningsmenn andstæðinganna voru eitthvað ósáttir eftir leikinn og létu leikmenn Svartfjallalands heyra það. Eitthvað fór það illa í Lasica sem brást við með því að öskra á stuðningsmennina til baka, og hrækja á þá.

Atvikið sást á myndbandi og hefur Lasica nú verið sektaður um 5000 evrur, sem nemur um 800.000 íslenskum krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert