Einn af leikmönnum franska karlalandsliðsins í handknattleik, Karl Konan, hefur greinst með kórónuveiruna og spilar því ekki næstu leiki liðsins á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu.
Konan hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í varnarleik franska liðsins sem vann alla þrjá leiki sína í C-riðlinum og gæti mætt Íslandi á fimmtudaginn, komist íslenska liðið áfram úr B-riðlinum síðar í dag.