Christoph Steinert, leikmaður þýska karlalandsliðsins í handknattleik, er í leikmannahóp liðsins sem nú leikur gegn Spáni í milliriðil II á Evrópumótinu í Bratislava í dag.
Steinert greindist með kórónuveiruna í gær en niðurstöður úr PCR-prófi leikmannsins voru á endanum flokkaðar sem falskar.
Hann hefur skilað tveimur neikvæðum PCR-prófum síðan hann greindist fyrst í gær og hann var því gjaldgengur í leikinn gegn Spánverjum.
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins en alls hafa tólf leikmenn þýska liðsins greinst með kórónuveiruna á Evrópumótinu.
Það hefur hins vegar ekki haft áhrif á gengi þýska liðsins á mótinu til þessa en liðið fagnaði sigri í D-riðli með fullt hús stiga og fór áfram í milliriðlakeppnina með 2 stig.