Fjórðungur þjálfaranna frá Íslandi

Erlingur á hliðarlínunni í Búdapest.
Erlingur á hliðarlínunni í Búdapest. Ljósmynd/Szilvia Micheller

25% þeirra liða sem komust í milliriðlana á HM karla í handknattleik í Ungverjalandi og Slóvakíu eru með íslenska þjálfara. 

Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrir íslenska liðinu, Erlingur Richardsson stýrir hollenska liðinu og Alfreð Gíslason stýrir þýska liðinu. 

Ísland og Holland eru í milliriðli I sem hefst í dag í Búdapest. Ísland vann alla þrjá leikina í riðlakeppninni og Holland vann tvo. Erlingur tapaði einungis gegn Íslandi. 

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AFP

Þýskaland leikur í milliriðli II sem hefst á morgun í Bratislava en Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni á móti Hvíta-Rússlandi, Austurríki og Póllandi. 

Íslensku þjálfararnir eru því með átta vinninga af níu mögulegum eftir riðlakeppnina og eina tapið er í „innbyrðisleik“ þeirra á milli.

Örnólfur Valdimarsson læknir landsliðsins, Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Gunnar Magnússon …
Örnólfur Valdimarsson læknir landsliðsins, Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari og Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert