Handknattleikssamband Evrópu, EHF, skýrði frá því rétt í þessu að beiðni Þýskalands um frestun á leik liðsins á Evrópumóti karla sem fram á að fara í Bratislava í kvöld hafi verið hafnað.
Alls hafa komið upp tólf smit í herbúðum þýska liðsins og Alfreð Gíslason hefur því takmarkaðan hóp til umráða fyrir leikinn í kvöld.
Í yfirlýsingu EHF segir að taka hafa þurft tillit til margra þátta. M.a. hvaða áhrif frestun hefði á mótherja kvöldsins, skipulag sjónvarpsdagskrár og heildarstöðu fjölmiðla, alla framkvæmd á leikstað, auk þess að með því að gera breytingar á annan hátt en til þessa væru ekki sanngjarnar gagnvart öðrum liðum, sem séu komin í milliriðlana þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Leikur Þýskalands og Spánar sé því áfram á dagskránni í dag en hann hefst í Bratislava klukkan 17.