Íslenskum áhorfendum á Evrópumótinu í Búdapest fjölgar talsvert í kvöld því nú eru komnir í MVM-höllina þeir sem komu til Ungverjalands með leiguflugi frá Íslandi um miðjan dag í dag.
Góð stemning er í höllinni og Szilvia Micheller ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins myndaði íslenskt stuðningsfólk fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld en hann hefst klukkan 19.30.