Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik sendir Ungverjum tóninn úr einangrun sinni á hótelinu í Búdapest.
Björgvin er einn íslensku landsliðsmanna sex sem greindust með kórónuveiruna fyrir leikinn gegn Dönum og missir líka af leiknum gegn Frökkum á morgun.
Slakasta frammistaða heimaþjóðar á stórmóti frá upphafi, innan vallar sem utan, segir Björgvin m.a. í Twitterfærslu sinni í dag.
Þetta EM er til skammar. Hlýtur að vera slakasta frammistaða heimaþjóðar á stórmóti frá upphafi, innan vallar sem utan. Flott að hafa allavega náð að henda þeim út úr mótinu... Hafa leikið okkur grátt í boltanum síðustu ár. Jæja áfram gakk! Næsti leikur, næsta stríð og allt það!
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 21, 2022