Þegar þessi frétt er skrifuð er hálfleikur í leik Íslands og Frakklands á EM karla í handbolta. Íslenska liðið leik gríðarlega vel í hálfleiknum og er með 17:10 forystu.
Rasmus Boysen, handknattleiksmaður og eigandi vefsíðanna Handballtrasfers og Handball-world, er mikill aðdáandi Ómars Inga Magnússonar en Ómar lék gríðarlega vel í hálfleiknum og skoraði átta mörk.
Boysen kom með skemmtilegan orðaleik á Twitter til að fagna spilamennsku Ómars en hann skrifaði einfaldlega „OmarGod, how good Ingi Magnusson is.“
OmarGod, how good Ingi Magnusson is!#handball #ehfeuro2022
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 22, 2022