Sigur Íslands á Frökkum í kvöld hefur sannarlega glatt þjóðina og margir lagt orð í belg um leikinn og liðið á Twitter.
Smitaðir liðsmenn voru greinilega að fylgjast með og eru manna ánægðastir með frammistöðuna:
Albert Ingason og Hrafnkell Freyr Ágústsson, sparkspekingar í hlaðvarpinu Dr. Football, hafa áhyggjur af því að Ómar Ingi Magnússon smitist fyrir næsta leik:
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið gæsahúð yfir leiknum.
Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem hefur sömuleiðis átt stórleiki á milli stanga íslenska landsliðsins, virðist hafa verið hrifinn af frammistöðu strákanna:
Íþróttafréttamaðurinn Gaupi sparar ekki stóru orðin um liðið en hann hefur fylgst með landsliðinu í rúma hálfa öld:
Gummi Ben rekur ótrúlega sögu Viggó Kristjánssonar, sem skoraði níu mörk í kvöld, og tímabundinn feril hans sem fótboltamanns.
Ólafur Kristjánsson þjálfari minnir þá á að það var einmitt Gummi sjálfur sem hafði ráðið Viggó heilt og hvatt hann til þess að leggja handboltann fyrir sig: