Elliði Snær Viðarsson og Ýmir Örn Gíslason voru ansi ánægðir með frábært dagsverk í vörninni þegar ljóst var að Ísland væri að vinna afar frækinn sigur á ólympíumeisturum Frakklands á EM 2022 í handknattleik í gær.
Þegar tæp ein mínúta var eftir var sigurinn sannarlega í höfn og Elliði Snær, rak Ými Erni, sem var fyrirliði í gær, af því tilefni koss á kinnina í kjölfar handabands þeirra í millum. Má sjá fögnuð þeirra í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Báðir áttu þeir sannkallaðan stórleik í íslensku vörninni og Elliði Snær var sömuleiðis öflugur í sókninni þar sem hann skoraði fjögur mörk í 29:21-sigri Íslands.
besta moment leiksins 🥰 pic.twitter.com/wXsxKs8LLh
— kate the skate (@katagla) January 22, 2022