Flestir Íslendinganna sem hvatt hafa liðið á áhorfendapöllunum í Búdapest á EM í handknattleik virðast vera farnir heim til Íslands.
Fámennt er í stúkunni í höllinni glæsilegu en þó skal skýrt tekið fram að þeir Íslendingar sem eru láta vel í sér heyra og eru öll klætt í blátt. Okkar menn munu því taka eftir okkar fólki gegn Króötum.
En hópurinn er mun fámennari en í riðlakeppninni. Er þetta fyrsti leikur dagsins og danskir stuðningsmenn sem fóru að hvetja Ísland gegn Frakklandi eru ekki komnir.