Þó Króatar séu án stiga í milliriðlinum fyrir leikinn gegn Íslandi í dag er gríðarlega mikið í húfi fyrir þá í þessari viðureign.
Króatar verða að vinna leikinn til að eiga möguleika á að ná þriðja sæti riðilsins. Liðið sem endar í þriðja sæti spilar um fimmta sæti mótsins við liðið sem verður í þriðja sæti í hinum milliriðlinum.
Fimmta sætið gefur síðan beinan keppnisrétt á HM 2023, þannig að liðið sem nær því sleppur við að fara í umspil í sumar.
Fyrir leiki dagsins geta öll sex liðin í milliriðlinum endað í þriðja sæti og farið í umræddan leik um fimmta sæti mótsins.