Ýmir Örn Gíslason fyrirliði íslenska liðssns var daufur skömmu eftir að leik Íslands og Króatíu lauk á EM í handknattleik í Búdapest í dag enda tapaði Ísland mjög naumlega 23:22.
„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Ýmir og benti á að Ísland hefði náð fimm marka forskoti í fyrri hálfleik.
„Því miður gekk ekki hjá okkur að halda þessu forskoti sem við náðum í fyrri hálfleik. Því miður. Við reyndum en það gengur bara ekki alltaf upp. Svona er þetta stundum,“ sagði Ýmir Örn sem verið hefur í lykilhlutverki í miðri vörninni allt mótið og var því að spila sjötta leikinn á EM.
Vörnin stóð fyrir sínu í dag enda fékk Ísland ekki á sig nema 23 mörk sem þykir ekki mikið. Liðið fékk ekki á sig nema 10 mörk í fyrri hálfleik í leiknum.