Stuðningsmenn króatíska handboltalandsliðsins hér á EM í Búdapest kunna sig.
Falleg skilaboð frá króatísku stuðningsfólki. Þau gleyma aldrei vináttu Íslands 1991. pic.twitter.com/8ELxbSxztg
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 24, 2022
Króatar sem sitja á fremsta bekk fyrir aftan annað markið í leik Íslands og Króatíu mættu með stóran borða og sýndu hann þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir í aðdraganda leiksins.
Á borðanum stóð: Thank you Iceland. Croats will never forget. Svo fylgdi dagsetning frá árinu 1991.
Eða: Takk Ísland. Króatar munu aldrei gleyma.
Hér er augljóslega verið að vísa til sjálfstæðisyfirlýsingar Króata þegar gamla Júgóslavía var að gliðna í sundur snemma á tíunda áratugnum.
Ríkisstjórn Íslands var á meðal fyrstu þjóða í heimi sem sendu frá sér stuðningsyfirlýsingu í sjálfstæðisbaráttu Króata eða viðurkenningu á sjálfstæði eins og það er gjarnan orðað.