Tíunda smitið í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í handknattleik greindist í Búdapest í dag.
Vignir Stefánsson, sem kom til Búdapest fyrir helgina eftir sex smit í síðustu viku, greindist með jákvætt hraðpróf í morgun og beðið er eftir niðurstöðu PCR-prófs.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að öll PCR-próf gærkvöldsins hafi verið neikvæð ef frá séu taldir þeir sem voru í einangrun.
Þá er staðfest að Björgvin Páll Gústavsson markvörður sé laus úr einangrun.
Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14.30.