Engin smit greindust í leikmannahópi Íslands á Evrópumóti karla í Búdapest í PCR-prófum sem tekin voru eftir leikinn gegn Króatíu í gær.
Niðurstöður lágu fyrir í morgun og allar voru þær neikvæðar en þetta kemur fram á RÚV. Eftir hádegið kemur í ljós hvort einhverjir þeirra sem greindust með kórónuveiruna í síðustu viku og þurftu að fara í einangrun losna úr henni og geta spilað gegn Svartfjallalandi í lokaumferð milliriðilsins í Búdapest á morgun.