Aron tognaði í kálfa

Aron Pálmarsson gaf tóninn snemma leiks en þurfti svo að …
Aron Pálmarsson gaf tóninn snemma leiks en þurfti svo að yfigefa sviðið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson meiddist í kálfa snemma í sigurleiknum gegn Svartfjallalandi á EM í handknattleik í Búdapest í dag. 

„Aron tognaði í kálfa og við verðum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ sagði Gunnar Magnússon aðstoðarlandliðsþjálfari við mbl.is að leiknum loknum. Aron kom beint úr einangrun í leikinn, skoraði tvö mörk snemma leiks en fór út af eftir nokkrar mínútur og kom ekki meira við sögu. 

„Þetta er náttúrulega ekki manneskjulegt að vera lokaður inni í litlu herbergi í viku og losna nokkrum timum fyrir leik. Við slíkar aðstæður getur svona lagað gerst. Þessir drengir hafa fórnað öllu sem þeir eiga í þetta. Hann fékk í kálfann eftir nokkrar mínútur og eins og ég segi þá þurfum við að skoða á morgun hvort hann geti spilað næsta leik,“ sagði Gunnar. 

Gunnar Magnússon horfir sigurreifur til ljósmyndara mbl.is í leikslok í …
Gunnar Magnússon horfir sigurreifur til ljósmyndara mbl.is í leikslok í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert