Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, hélt áfram sigurgöngu sinni á Asíumótinu í handknattleik karla í Sádi-Arabíu í dag með því að vinna Íran örugglega, 36:26, í lokaumferð milliriðlakeppninnar.
Barein var yfir í hálfleik, 19:10, og vann riðilinn með sex stig. Íran fer líka í undanúrslit með fjögur stig en Írak og Kúveit fengu eitt stig hvort og leika um fimmta og sjöunda sæti mótsins.
Barein mætir Sádi-Arabíu í undanúrslitum mótsins og Katar leikur við Íran. Þá leikur Suður-Kórea við Írak um fimmta sætið og Úsbekistan og Kúveit leika um sjöunda sætið.
Barein, Katar, Íran og Sádi-Arabía hafa tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu 2023 en fimm efstu liðin komast þangað.