Svartfellingar leggja allt í sölurnar í dag

Milos Vujovic er aðalmarkaskorari Svartfellinga á EM og skorar hér …
Milos Vujovic er aðalmarkaskorari Svartfellinga á EM og skorar hér gegn Frökkum. AFP

Svartfellingar ætla að leggja allt í sölurnar gegn íslenska liðinu í dag og freista þess að komast í leikinn gegn Noregi um fimmta sætið á Evrópumótinu á föstudaginn.

„Leikurinn við Frakkar var erfiður en við náðum að nýta hvíldardaginn vel og ná okkur með aðstoð sjúkraþjálfarans. Við munum leggja okkur alla fram til að vinna leikinn.

Þessi leikur skiptir okkur gríðarlega miklu málið því það yrði mjög stórt að spila um fimmta sætið á mótinu, ekki síst fyrir fámenna þjóð eins og okkar," sagði Nebojsa Simovic leikmaður Svartfjallalands á heimasíðu handknattleikssambands þjóðarinnar.

„Við verðum að stöðva flæðið í þeirra sóknarleik því þeir refsa grimmilega fyrir öll mistök. Ef við náum að hindra það og þreyta þá og gefum þeim ekki auðveld mörk getum við unnið þá," sagði Simovic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert