Þráinn Orri Jónsson og Darri Aronsson, leikmenn Hauka, skoruðu báðir sín fyrstu mörk fyrir A-landslið Íslands í sigurleiknum gegn Svartfjallalandi. Þeir léku báðir sinn annan landsleik eftir að hafa komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Króatíu.
Þráinn Orri, sem er 28 ára gamall, skoraði tvö mörk og krækti í vítakast að auki og Darri, sem er 22 ára, skoraði eitt mark.
Þráinn lék upphaflega með Gróttu en síðan í fjögur ár í Noregi og Danmörku áður en hann kom til Hauka þarsíðasta sumar.