Danski handknattleikssérfræðingurinn Bent Nyegaard gagnrýndi þá ákvörðun Hagkaups að fresta dönskum dögum um óákveðinn tíma á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.
Hagkaup aflýsti dönskum dögum verslunarinnar eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi í lokaleik milliriðils I í Búdapest á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í gær.
Tap Dana gerði það að verkum að Ísland kemst ekki áfram í undanúrslit en Danir voru með leikinn í hendi sér þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
„Hversu heimskur er hægt að vera,“ skrifaði Nyegaard á Twitter og vísaði þar í frétt TV2 um viðbrögð Íslendinga við tapi Dana.
Í greininni er einnig fjallað um frumvarp Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem hann lagði til að kóróna og merki Kristjáns Danakonungs yrði fjarlægt af Alþingishúsinu.
Hvor tåbelig har man lov at være 😡https://t.co/ymZCN5x3kG
— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 27, 2022