Hársbreidd frá 5. sætinu (mynd)

Leikmenn Íslands voru súrir í leikslok.
Leikmenn Íslands voru súrir í leikslok. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísland var hársbreidd frá því að ná í fimmta sætið á EM karla í handbolta er liðið mætti Noregi í lokaleik sínum á mótinu í dag. Að lokum vann norska liðið í framlengdum leik, 34:33, og sjötta sætið varð raunin. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 27:27 en Ísland fékk gott tækifæri til að skora sigurmarkið á lokasekúndunum þegar liðið vann boltann í vörninni og norska liðið lék án markvarðar.

Elvar Örn Jónsson var fljótur að hugsa og skaut boltanum yfir allan völlinn. Því miður fyrir íslenska liðið rúllaði hann hárfínt framhjá og því varð að framlengja. 

Szilvia Micheller er í Búdapest að mynda fyrir mbl.is og hún náði mynd af Elvari í þann mund sem hann var að skjóta yfir völlinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Elvar Örn Jónsson skýtur yfir allan völlinn... en framhjá.
Elvar Örn Jónsson skýtur yfir allan völlinn... en framhjá. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert