Ómar Ingi Magnússon var ekki lengi að skora stórt áfangamark í leik Íslands og Noregs um fimmta sætið á Evrópumóti karla í handbolta í Búdapest í dag.
Ómar kom Íslandi í 2:1 á fjórðu mínútu leiksin í dag og skoraði þar sitt 200. mark fyrir íslenska landsliðið í sínum 64. landsleik á ferlinum.
Það var um leið 50. mark Ómars á þessu Evrópumóti en hann er markahæsti leikmaður mótsins og á góða möguleika á markakóngstitlinum.