„Ég er stoltur,“ var það fyrsta sem spænski markvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas sagði við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 eftir 29:25-sigur Spánverja á Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í gær.
„Ég skynjaði ákveðið virðingarleysi því þeir hafa unnið okkur í undanförnum leikjum. Kannski héldu þeir að það væri auðveldara að spila við okkur en Svía.
Úrslitin gegn Frökkum sýndu að þeir vildu freka mæta okkur. Það gaf okkur meiri orku og enn meiri vilja til að vinna,“ bætti Pérez de Vargas við.
Danmörk mætti Spánverjum í undanúrslitum eftir að hafa tapað á móti Frakklandi í undanúrslitum en með sigri hefði liðið mætt Svíþjóð. Ísland sat eftir með sárt ennið og fór ekki í undanúrslit, þar sem Danmörk vann ekki.