Skoraði hærra á tilfinningaskalanum

Guðmundur Guðmundsson og hans menn geta verið stoltir af árangrinum …
Guðmundur Guðmundsson og hans menn geta verið stoltir af árangrinum í Búdapest. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sjötta sæti á Evrópumóti karla í handbolta. Hvað segir það okkur? Ef við horfum beint á tölurnar er það fjórði besti árangur landsliðsins í sögu keppninnar. Ísland hefur áður endað í þriðja, fjórða og fimmta sæti.

Ísland hefur endað í öðru og fjórða sæti á Ólympíuleikum. Einu sinni í fimmta sæti á HM og þrisvar í sjötta sæti.

Sem sagt. EM 2022 í Búdapest fer í sögubækurnar sem sjöunda besta stórmót íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá upphafi. Þegar mælikvarðinn um endanlegt sæti er notaður, sem er fullkomlega eðlilegt.

En þessi mælikvarði segir ekki allt. Sennilega hefur þetta landslið skorað hærra á tilfinningaskala landsmanna en mörg þeirra sem komust skrefinu lengra. Ekki síst vegna þess að fæstir þekktu mikið til þorra leikmanna þess fyrir mótið.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert