„Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er í 8.-12. sæti yfir bestu landslið heims,“ sagði Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, í EM-uppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Karlalandsliðið hafnaði í sjötta sæti á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu eftir tap gegn Noregi í leik um 5. sætið í Búdapest.
Framtíðin er björt hjá íslenska liðinu og hafa margir gert sér vonir um að íslenska liðið vinni til verðlauna á stórmóti í náinni framtíð.
„Á góðum degi þá erum við í 6.-10. sæti en það er smá bil upp í næstu tröppu og það mun taka smá tíma að komast þangað,“ sagði Guðjón.
„Við megum ekki alltaf taka Íslendinginn á þetta og fara upp í hæstu hæðir eftir eitt gott mót. Við verðum að vera skynsöm líka,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.
EM-uppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér.