Gísli fer á EM – einn nýliði

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, ásamt Snorra Steini Guðjónssyni á …
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, ásamt Snorra Steini Guðjónssyni á fundinum í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur tilkynnt hvaða 20 leikmenn eiga möguleika á því að halda til Þýskalands til þátttöku á EM 2024 í næsta mánuði.

Snorri Steinn tilkynnti hópinn í höfuðstöðvum Arion banka í morgun.

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er í hópnum eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum axlarmeiðslum og má vænta þess að hann verði í 18-manna lokahópi.

Þá er Andri Már Rúnarsson, leikmaður Leipzig, eini nýliðinn í hópnum.

Snorri Steinn þarf að skera hópinn niður í 18 fyrir mótið.

Leikmannahópurinn er sem hér segir:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson

Viktor Gísli Hallgrímsson

Aðrir leikmenn:

Andri Már Rúnarsson

Arnar Freyr Arnarsson

Aron Pálmarsson

Bjarki Már Elísson

Einar Þorsteinn Ólafsson

Elliði Snær Viðarsson

Elvar Örn Jónsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Haukur Þrastarson

Janus Daði Smárason

Kristján Örn Kristjánsson

Óðinn Þór Ríkharðsson

Ómar Ingi Magnússon

Sigvaldi Björn Guðjónsson

Stiven Tobar Valencia

Viggó Kristjánsson

Ýmir Örn Gíslason

Þorsteinn Leó Gunnarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka