Hver er Gísli Þorgeir Kristjánsson?

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var í kvöld út­nefnd­ur íþróttamaður árs­ins í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna við hátíðarlega at­höfn á Hilton Nordica-hótelinu í Reykja­vík.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gísli Þorgeir hlýtur nafnbótina en hann hafnaði í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins á síðasta ári.

Fór á kostum með Magdeburg

Gísli Þorgeir, sem er 24 ára gamall, fór á kostum með Evrópumeisturum Magdeburg á síðasta ári og var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Köln í júlí þegar Magdeburg varð Evrópumeistari. Þá var hann útnendur besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Gísli Þorgeir var í aðalhlutverki í vefþáttaröðinni Sonum Íslands sem framleiddir voru fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi á síðasta ári en þar var leikmaðurinn meðal annars heimsóttur til félagsliðs síns Magdeburgar og rætt við foreldra hans, Kristján Arason og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Hægt er að horfa á þáttinn um Gísla Þorgeir í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert