Það skemmtilegasta sem maður gerir

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Líðanin er góð, bara eins og alltaf. Það er spenningur og ég hlakka til að hefja nýtt stórmót. Eins og ég hef margoft sagt er þetta það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins og ungverska stórliðsins Veszprém í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið.

Blaðamaður náði tali af Bjarka Má fyrir síðustu æfingu landsliðsins í Safamýri á fimmtudagsmorgun áður en liðið hélt utan til Austurríkis í gær og fer svo til Þýskalands þar sem það tekur þátt í EM 2024.

Ísland leikur tvo vináttuleiki við Austurríki í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið, þann fyrri í dag og þann síðari á mánudag.

„Núna er undirbúningur í fullum gangi og ég myndi segja að það væri tilhlökkun og eftirvænting í hópnum,“ bætti hann við.

Held að það sé óhjákvæmilegt

Spurður hvernig honum sýndist staðan á leikmannahópnum vera skömmu fyrir mót sagði Bjarki Már:

„Ég held að standið á hópnum sé bara nokkuð gott. Í öll þessi ár sem ég hef verið í þessu er alltaf eitthvað smá að plaga menn hér og þar en ég held að það sé óhjákvæmilegt. Svona heilt yfir held ég að standið sé flott.“

Ísland hefur leik í C-riðli EM næstkomandi föstudag þar sem Serbía er mótherjinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert