Frakkar ósigraðir á EM

Dika Mem er markahæsti leikmaður Frakka á mótinu.
Dika Mem er markahæsti leikmaður Frakka á mótinu. AFP/Ina Fassbender

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik þarf á sigri að halda þegar það mætir Frakklandi í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Frakkar taka þátt í Evrópumótinu í 16. sinn en liðið er ríkjandi ólympíumeistari.

Frakkar hafa átt góðu gengi að fagna á Evrópumótum í gegnum tíðina en liðið hefur þrívegis orðið Evrópumeistari, síðast árið 2014 í Danmörku en liðið fagnaði einnig sigri á mótinu í Austurríki árið 2010 og í Sviss árið 2006.

Liðið hefur hins vegar valdið ákveðnum vonbrigðum á síðustu tveimur Evrópumótum en Frakkar höfnuðu í fjórða sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og þá komst liðið ekki upp úr riðlinum á EM 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og hafnaði að endingu í 14. sætinu.

Frakkar byrjuðu hins vegar Evrópumótið í ár með miklum látum en þeir unnu tíu marka sigur gegn Norður-Makedóníu í A-riðli mótsins í Düsseldorf, 39:29, gerðu svo jafntefli gegn Sviss í Berlín, 26:26, og unnu svo þriggja marka sigur gegn Þýskalandi í Berlín, 33:30.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert