Gísli Þorgeir fór beint upp á spítala

Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttunni gegn Króötum í dag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttunni gegn Króötum í dag. AFP/Ina Fassbender

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður Íslands í handknattleik, meiddist á rist í landsleik Íslands og Króatíu í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi í dag.

Þetta staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við mbl.is í dag.

Nýstiginn upp úr meiðslum

Gísli Þorgeir fór beint upp á spítala í hálfleik þar sem hann er nú í myndatöku en óvíst er um frekari þátttöku hans á mótinu.

Leikstjórnandinn er nýstiginn upp úr meiðslum eftir að hafa farið úr axlarlið síðasta sumar á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar.

Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum á mótinu á Evrópumótinu og á ennþá möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikanna eftir sögulegan sigur gegn Króötum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert