„Þeir eru báðir fárveikir“

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru fjarverandi í …
Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru fjarverandi í dag. Ljósmynd/Kristján Orri

„Þeir eru báðir fárveikir eins og staðan er í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir sögulegan sigur liðsins gegn Króatíu í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Íslenska liðið hafði tapað þremur leikjum í röð á mótinu áður en kom að leik dagsins en þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins gegn Króatíu á stórmóti.

Við tökum því sem kemur

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru ekki í leikmannahóp íslenska liðsins í leiknum en þeir eru herbergisfélagar.

„Þeir vildu báðir láta reyna á þetta gegn Króatíu en það var ekki möguleiki á því að þeir væru að fara spila. Það var vont að hafa þá ekki með í þessum leik og við þurfum að bíða og sjá hvernig staðan verður á þeim á morgun og hinn.

Við sýndum það samt í dag að við erum með frábært lið og við fengum frammistöðu frá fullt af leikmönnum. Við tökum því sem kemur í næsta leik og vinnum með það,“ sagði Snorri Steinn í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert