Veikindi herja á íslenska landsliðið

Óðinn Þór Ríkharðsson vaknaði veikur í morgun.
Óðinn Þór Ríkharðsson vaknaði veikur í morgun. AFP/Ina Fassbender

Veikindi herja á leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik en þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru báðir fjarverandi í sigrinum gegn Króatíu í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Lanxess-höllinni í Köln í gær.

Kristján Örn Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson vöknuðu báðir veikir í morgun en þetta staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við mbl.is í dag.

Ísland mætir Austurríki á morgun í afar mikilvægum leik en Ísland þarf á sigri að halda til þess að eiga von um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna.

Teitur Örn Einarsson var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í dag og þá útilokar landsliðsþjálfarinn ekki að gera fleiri breytingar á hópnum, eftir því sem líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka